spot_img
HomeFréttirKevin Durant og Kyrie Irving sáu um Boston Celtics

Kevin Durant og Kyrie Irving sáu um Boston Celtics

Jólin voru haldin hátíðleg í NBA deildinni í gær og í nótt með fimm leikjum. New Orleans Pelicans máttu þola ósigur gegn Miami Heat, Milwaukee Bucks unnu Golden State Warriors, Brooklyn Nets höfðu betur gegn Boston Celtics, meistarar Los Angeles Lakers báru sigurorð af Dallas Mavericks og þá unnu LA Clippers lið Denver Nuggets.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var enginn leikjanna neitt sérstaklega spennandi, en í ljósi þess að tímabil deildarinnar hófst aðeins þremur dögum áður, væri ekki rangt að álykta að einhver þeirra ættu enn eitthvað í land með að ná sínum besta leik.

Úrslit:

New Orleans Pelicans 98 – 111 Miami Heat

Milwaukee Bucks 138 – 99 Golden State Warriors

Boston Celtics 95 – 123 Brooklyn Nets

Los Angeles Lakers 138 – 115 Dallas Mavericks

Denver Nuggets 108 – 121 LA Clippers

Fréttir
- Auglýsing -