spot_img
HomeFréttirKevin Durant leit vel út í fyrsta leik sínum í 18 mánuði

Kevin Durant leit vel út í fyrsta leik sínum í 18 mánuði

NBA deildin fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri unnu Brooklyn Nets lið Golden State Warriors nokkuð örugglega, 125-99. Kevin Durant að leika sinn fyrsta leik fyrir Nets og sinn fyrsta leik í tæp tvö ár, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann ásamt Kyrie Irving leiddu lið Nets til sigurs, Irving með 26 stig, Durant með 22.

Seinni leikurinn var á milli Los Angeles liðanna tveggja, Lakers og Clippers. Eftir hringaathöfn þar sem að Lakers fengu verðlaun sín fyrir að hafa unnið meistaratitil síðasta tímabils náðu Clippers að skemma fögnuðinn með sterkum 116-109 sigri.

https://www.youtube.com/watch?v=AB0L6sNUjHk

Úrslit næturinnar

Brooklyn Nets 125 – 99 Golden State Warriors

Los Angeles Lakers 109 – 116 LA Clippers

Fréttir
- Auglýsing -