spot_img
HomeFréttirKevin Durant fór meiddur af velli

Kevin Durant fór meiddur af velli

 

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stærstu fréttir næturinnar kannski þær að besti leikmaður besta liðs deildarinnar, Kevin Durant hjá Golden State Warriors, þurfti að yfirgefa leik sinna manna snemma gegn Washington Wizards eftir að samherji hans, Zaza Pachulia, datt á hnéið hans með þeim afleiðingum að það tognaði. Samkvæmt forráðamönnum liðsins er nú beðið eftir myndatöku hnéinu í dag til að sjá hversu alvarleg meiðsl leikmannsins eru, en óttast er að hann geti verið frá næstu mánuðina. Þó atvikið hafi aðeins gerst í nótt, er orðið nú að Warriors muni semja við fyrrum leikmann Sacramento Kings, Matt Barnes, til þess að fylla í skarð Durant út þetta tímabil. Ólíklegt verður þó að þykja að Barnes nái að gera þá hluti sem að Durant hefur gert fyrir Warriors í vetur, en það sem af er þessu fyrsta tímabili hans í Oakland var hann að skora um 26 stig að meðaltali í leik.

 

Kevin Durant meiðist:

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit næturinnar

 

Warriors 108 – 112 Wizards

Trail Blazers 113 – 120 Pistons

Nuggets 125 – 107 Bulls

Suns 112 – 130 Grizzlies

Jazz 106 – 109 Thunder

Hornets 109 – 104 Lakers

 

Fréttir
- Auglýsing -