spot_img
HomeFréttirKesha til Keflavíkur

Kesha til Keflavíkur

12:36

{mosimage}
(Kesha Watson)

Keflavíkurkonur hafa ráðið til sín bandaríska leikstjórnandann Kesha Watson fyrir komandi átök í Icleand Express deild kvenna. Á dögunum létu Keflvíkingar Antöshu Jefferson fara frá félaginu en hún þótti engan veginn standa undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar.
Kesha er 24 ára gömul og mun skila stöðu leikstjórnanda hjá Keflavík. Síðast lék hún í Þýskalandi með Oberhausen þar sem hún gerði 15 stig að meðaltali í leik og tók 4,1 frákast.

Kesha þykir sterkur varnarmaður og var m.a. valin leikmaður ársins WBCA kvennadeildinni í Bandaríkjunum leiktíðina 2—3-2004. Kesha kemur úr Oklahoma City háskólanum og er 173 sm að hæð.

Watson hefur einnig leikið í NWBL deildinni í Bandaríkjunum með Lubbock Hawks en það er næsta deild fyrir neðan WNBA deildina. Í NWBL deildinni gerði Kesha 9,7 stig í leik.

Antasha Jefferson fer frá Keflavík – sjá hér.

Frétt af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -