spot_img
HomeFréttirKerr tekur við Warriors

Kerr tekur við Warriors

Steve Kerr er nýr þjálfari Golden State Warriors í NBA deildinni en hann gerði fimm ára samning við liðið að andvirði 25 milljóna Bandaríkjadollara.
 
 
Kerr var einnig í viðræðum við New York Knicks þar sem goðsögnin Phil Jackson er orðinn innsti koppur í búri. Kerr hafnaði Knicks en hann varð þrívegis NBA meistari undir stjórn Jackson hjá Chicago Bulls og í tvígang meistari með San Antonio Spurs hjá Gregg Popovich.
 
Kerr segir mikinn þátt í ákvörðun sinni vera þá staðreynd að börnin hans séu í námi á vesturströndinni og að hann vilji vera nær þeim. Ákvörðunin um að neita Knicks-starfinu hafi verið erfið og að Phil Jackson sé í miklum metum hjá honum.
 
Mark Jackson var látinn taka poka sinn og yfirgefa þjálfarastól Warriors eftir tímabilið en hann hafði þá verið með liðið í þrjú ár og síðustu tvö tímabil farið með liðið úrslitakeppnina. Kerr og Jackson eiga það sameiginlegt að hafa verið sjónvarpsmenn við NBA deildina áður en þeir tóku við Warriors.
  
Fréttir
- Auglýsing -