spot_img
HomeFréttirKerr missir líklega af fyrsta leik

Kerr missir líklega af fyrsta leik

Úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefst aðfararnótt föstudags og býst Steve Kerr þjálfari Golden State ekki við því að vera tilbúinn í slaginn að stýra liðinu í opnunarleik einvígisins.

Kerr hefur verið í leyfi frá þjálfarastörum Golden State þar sem hann hefur verið að glíma við mígreni og ógleði sem rekja má til bakaðgerðar sem hann undirgekkst fyrir hart nær tveimur árum.

Mike Brown hefur starfað sem aðalþjálfari í fjarveru Kerr en hann var fjarverandi á æfingu þar sem hann hafði að öllum líkindum fengið matareitrun og vildi ekki mæta til æfinga til að eiga það ekki á hættu að smita leikmenn liðsins fyrir úrslitaeinvígið.

Kerr segist hafa fundið lítið fyrir þessu í deildarkeppninni þetta árið en strax í seríunni gegn Portland hafi hlutirnir farið versnandi. Ekki er loku fyrir það skotið að hann mæti á bekkinn aðfararnótt föstudags. Kerr hefur engu að síður verið með puttana á öllum þráðum en allar „in game“ ákvarðanir liggja í augnablikinu hjá Mike Brown, hvort breyting verðir á því áður en tímabilið er á enda á eftir að koma í ljós.

Fréttir
- Auglýsing -