Í dag hefst keppni að nýju í Domino´s-deild kvenna eftir landsleikjahlé en þá eru þrír leikir á dagskránni. Fjör verður svo í Dalhúsum þegar Fjölnismenn blása til tvíhöfða á sínum heimavelli.
Leikir dagsins í Domino´s-deild kvenna, 19:15:
Grindavík – Hamar
Keflavík – Stjarnan
Snæfell – Haukar
1. deild kvenna
17:30 Fjölnir – KR
1. deild karla
16:00 Þór Akureyri – Reynir Sandgerði
20:00 Fjölnir – ÍA
Mynd/ Axel Finnur – topplið Hauka mætir í Hólminn í dag í toppslag Domino´s-deildar kvenna. Haukar og Snæfell eru jöfn að stigum í deildinni en Haukar eiga leik til góða á Snæfell.



