12:06
{mosimage}
(Njarðvíkingar fá Ármann í heimsókn í dag)
Í ár eru aðeins fimm lið skráð til leiks í 1. deild kvenna og hefst keppni í deildinni í dag kl. 15:00 þegar Njarðvíkingar taka á móti Ármanni í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar börðust hart við Snæfell um sæti í úrvalsdeild á síðustu leiktíð en Snæfellingar höfðu betur og leika því sem nýliðar í Iceland Express deildinni þetta árið.
Næstu leikir í 1. deild kvenna:
18. október: UMFN-Þór Akureyri
19. október: Skallagrímur-Þór Akureyri
24. október: Ármann-UMFN
26. október: Keflavík-Skallagrímur