spot_img
HomeFréttirKentucky Wildcats meistarar í NCAA háskólaboltanum

Kentucky Wildcats meistarar í NCAA háskólaboltanum

Kentucky Wildcats eru NCAA meistarar í bandaríska háskólaboltanum eftir sigur gegn Kansas í úrslitaviðuriegn liðanna í nótt. Kentucky menn náðu yfirhöndinni eftir að hafa verið undir í upphafi þar sem gríðarlega grimmur varnarleikur var aðalsmerki þeirra.
Sterkur leikur Terrence Jones gaf þeim aukakraft og leiddu þeir 14-23. Kentucky voru fyrir leikinn rankaðir númer 1 í landinu en Kansas höfðu unnið sig upp úr því að vera númer 13 í upphafi tímabilsins í að vera númer 2. Anthony Davis fór hamförum í varnarleik Kentuckymanna sem gaf þeim mikið sjálfstraust í sóknarleikinn, hann setti met í háskólaboltanum með fjölda vörðum skotum 183 skot fyrir „Freshman“. Staðan í hálfleik 41-27 Kentuckymönnum í vil.
 
Í síðari hálfleik gerðu Kansasmenn mikla athlögu að körfu Kentucky en varnarleikur og barátta þeirra undir eigin körfu var vel útfærð og átti einn öflugasti leikmaður háskólaboltans Thomas Robinson erfitt með að athafna sig, hann endaði þó með 18 stig og 17 fráköst. Kansas náðu muninum niður í sex stig þegar um 30 sekúndur voru eftir og voru með boltann, en þá var Tyshawn Taylor í opnu skoti en varnarleikur Davis gerði það að verkum að dæmd voru skref og Kentucky komust aftur í átta stiga forystu sem þeir létu ekki af hendi. Kentucky voru sterkara liðið og sýndu af hverju þeir voru rankaðir númer 1 fyrir mótið. Áttundi titill Kentuckymanna í hús en þeir unnu síðast 1998 og var fögnuður þeirra ósvikinn, lokatölur 67-59. Kentuckyliðið er ungt að árum, en fjórir í byrjunarliði þeirra eru „Freshman“
 
Frábæru móti lokið og enn og aftur hefur háskólaboltinn sýnt hverslags fyrirmyndarskemmtun hann er. Spennandi leikir, „upset“ og framtíðarstjörnur að fæðast.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -