spot_img
HomeFréttirKen Webb með góða gesti í heimsókn

Ken Webb með góða gesti í heimsókn

13:47
{mosimage}

 

(Darryl Dawkins hittir hópinn á laugardag)

 

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi er með góða gesti í heimsókn þessa dagana en það eru körfuboltaleikmenn sem aðallega koma frá New Jersey í Bandaríkjunum og leika í High School. Liðið er skipað 15-16 ára leikmönnum sem valdir hafa verið í AAU Sports University. Ken Webb þjálfari Skallagríms hefur verið að vinna í því að fá hópinn til landsins og mun liðið leika gegn drengjaflokki Fjölnis annað kvöld og á fjölliðamóti í Borgarnesi um helgina og á þriðjudag mun liðið mæta U 18 ára landsliði Íslands í Grafarvogi. Með þeim í för er fyrrum NBA leikmaðurinn Darryl Dawkins sem þekktur er fyrir sínar skrímslatroðslur þar sem spjöldin hafa splundrast með tilheyrandi tilþrifum. Dawkins hittir fyrir hópinn í Borgarnesi um helgina en hann er væntanlegur til landsins á laugardag.

 

 

 

AAU Sports University var sett á laggirnar til að kynna og þróa íþróttir fyrir áhugamenn eða unga og efnilega íþróttamenn en samtökin byggjast einvörðungu á sjálfboðastörfum. Samtökin hafa ítök í öllum íþróttum Bandaríkjanna og að sögn Ken Webb hafa háskólaþjálfarar fylgst æ betur með gangi mála hjá AAU og því hafa ungum og efnilegum íþróttamönnum gefist tækifæri til að sýna sig og sanna á vegum AAU til þess að komast að í háskólum í Bandaríkjunum.

  

,,Þetta eru aðallega krakkar frá New Jersey sem eru að koma í heimsókn til okkar og nokkrir leikmannanna koma úr ST. Anthony skólanum sem er talinn sterkasti skólinn í Bandaríkjunum í körfubolta í High School. Hér í hópnum sem kom í morgun eru tveir leikmenn og annar er á topp fimm lista yfir bestu High School leikmennina í USA og annar er settur í 25. sæti svo það er sterkt lið komið hingað í heimsókn,” sagði Ken Webb í samtali við Karfan.is.

 

Fyrirhugað er að bandarísku gestirnir leiki svo á fjölliðamóti í Borgarnesi á laugardag og sunnudag en haldi svo í skemmtiferð á mánudag uns þeir mæta U 18 ára landsliðinu á þriðjudagskvöld. ,,Við erum s.s. enn að leita að fjórða liðinu í mótið okkar um helgina en á mánudag mun hópurinn ferðast og skemmta sér aðeins svo þetta verður líka menningarleg ferð hjá þeim,” sagði Webb í samtali við Karfan.is  

Með AAU Sports University liðinu verða fimm þjálfarar og stjórnendur samtakanna.  

 

Hér er hægt að nálgast nokkur tilþrif með Darryl Dawkins

 http://www.youtube.com/watch?v=KeqKjXKGrFI&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=VX7TSWStfVs&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=KAa_W4OJZ1Y&feature=related

Um Darryl Dawkins 

{mosimage}

(Ken Webb þjálfari Skallagríms tók á móti hópnum frá Bandaríkjunum í morgun og annað kvöld leika þeir gegn drengjaflokki Fjölnis í Borgarnesi)

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -