spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaKen-Jah Bosley endurnýjar við Vestra

Ken-Jah Bosley endurnýjar við Vestra

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur endurnýjað samning sinn við bandaríkjamanninn Ken-Jah Bosley og leikur hann því með liðinu í úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Bosley var lykilmaður í liði Vestra sem tryggði sér sæti í efstu deild í júní síðastliðnum en hann var með 23,1 stig, 5,1 stoðsendingu og 6 fráköst og 21,4 framlagspunkta að meðaltali í leik.

Frá útskrift í Kentucky hefur Bosley leikið í Ástralíu, Palestínu og Lúxemborg. Áður en hann kom til Vestra var hann stigahæsti leikmaður N2 deildarinnar í Lúxemborg með liði sínu Auanti Mondorf en hann skoraði þar 38,6 stig að meðaltal í leik. Bosley er 185 sm á hæð og getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. 

Fréttir
- Auglýsing -