spot_img
HomeFréttirKemst Keflavík áfram í kvöld?

Kemst Keflavík áfram í kvöld?

13:51 

{mosimage}

 

 

Staðan er 2-1 í einvígi Keflavíkur og Grindavíkur en það eru Keflavíkurkonur sem leiða einvígið í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna eftir góðan 99-91 sigur á Grindavík í Sláturhúsinu á þriðjudagskvöld. Takist Keflavík að sigra í kvöld eru þær komnar í úrslit og mæta þá annað hvort Haukum eða ÍS en þau lið leika oddaleik sinn á Laugardag eftir sigur ÍS í gærkvöldi í Kennaraskólanum.

 

Tamara Bowie verður ekki með Grindavíkurkonum í kvöld en eins og frá var greint í Víkurfréttum í gær hefur hún haldið til síns heima. Hvort nýr leikmaður verði kominn til Grindavíkur fyrir leik kvöldsins er óvíst.

 

Ef Grindavíkurkonur leika kanalausar í kvöld verður róður þeirra þungur en ef Bandaríkjamaður kemur til þeirra í tæka tíð gæti sá leikmaður örugglega aðstoðað þær í baráttunni við að knýja fram oddaleik. Brotthvarf Tamöru Bowie hefur varpað hvimleiðum skugga á einvígi liðanna en síðustu þrír leikir hafa verið æsispennandi og skemmtilegir.

 

Fjórði leikur liðanna hefst kl. 19:15 í Röstinni í Grindavík í kvöld.

 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -