spot_img
HomeFréttirKeira stórkostleg er Skallagrímur rétt marði KR

Keira stórkostleg er Skallagrímur rétt marði KR

Skallagrímur lagði KR með 4 stigum fyrr í kvöld í þriðju umferð Dominos deildar kvenna, 71-75. Eftir leikinn er Skallagrímur með tvo sigra í jafn mörgum leikjun, en KR hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í vetur.

Heimakonur í KR hófu leik dagsins af nokkrum krafti. Leiddu með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-14. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Skallagrímur þó vopnum sínum að einhverju leyti aftur og snúa taflinu sér í vil, staðan 39-42 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur þó öðru góðu áhlaupi og eru 8 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 66-58. Fjórði leikhlutinn er svo aftur afleitur fyrir KR og Skallagrímur gengur á lagið. KR tapar lokaleikhlutanum með 12 stigum og Skallagrímur fer með 4 stiga sigur af hólmi, 71-74.

Atkvæðamest fyrir KR í leiknum var Annika Holopainen með 24 stig og 10 fráköst. Keira Robinson best í liði Skallagríms með 35 stig, 16 fráköst og 2 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -