spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKeflvíkingurinn ungi semur við Tenerife

Keflvíkingurinn ungi semur við Tenerife

Keflvíkingurinn efnilegi Bóas Unnarsson hefur samið við 1939 Canarias um að leika með ungmennaliðum þeirra á yfirstandandi tímabili.

Bóas er fæddur 2008 og hefur leikið upp yngri flokka Keflavíkur ásamt því að hafa verið hluti af yngri landsliðum Íslands. Samkvæmt hrimildum Körfunnar var Bóasi boðið að koma til þeirra á æfingar í sumar og var í kjölfarið boðinn samningur sem hann hefur nú ákveðið að skrifa undir. Mun hann því vera úti á þessu tímabili, en samhliða því að æfa og spila með Tenerife mun hann leggja stund á nám og klára 10. bekk ytra.

Fréttir
- Auglýsing -