spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKeflvíkingurinn tekur við Þór

Keflvíkingurinn tekur við Þór

Þór Akureyri hefur ráðið Þröst Leó Jóhannsson sem þjálfara fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Þröstur Leó er að upplagi úr Keflavík, en þar lék hann með meistaraflokki eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins. Hann er þó kunnugur staðháttum á Akureyri, en ásamt Keflavík og með Tindastóli lék hann einnig fyrir Þór Akureyri á sínum tíma þar sem hann var fyrirliði áður en hann hélt aftur heim til Keflavíkur til þess að klára ferilinn.

Hjá Keflavík hefur Þröstur gegnt ýmsum hlutverkum fyrir körfuknattleiksdeildina og meðal annars verið í stjórn hennar eftir að hann var leikmaður. Þetta er hins vegar frumraun Þrastar í þjálfun meistaraflokks. Þröstur hefur þegar stjórnað sinni fyrstu æfingu hjá Þór og er nú að vinna í leikmannamálum samkvæmt tilkynningu félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -