spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingurinn semur við Njarðvík

Keflvíkingurinn semur við Njarðvík

Njarðvík hefur samið við Bóas Unnarsson fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Bóas er að upplagi úr Keflavík en kemur til Njarðvíkur frá Tenerife á Spáni þar sem hann var á síðustu leiktíð. Þá hefur hann verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, fyrst undir 15 ára og nú síðast undir 16 ára liði Íslands.

„Það er virkilega ánægulegt að við séum með spennandi umhverfi fyrir efnilega unga leikmenn. Bóas kemur til okkar og styrkir gríðarlega okkar elstu yngri flokka ásamt því að gera tilkall um mínútur á gólfinu í Bónus deildinni. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með hans framförum í vetur og næstu tímabil,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur.

Fréttir
- Auglýsing -