spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingurinn á Akranes

Keflvíkingurinn á Akranes

ÍA hefur samið við Darryl Morsell fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild karla.

Darryl er bandarískur bakvörður/framherji sem kemur á Akranes frá liði Keflavíkur, en með þeim hafði hann leikið fyrri umferð deildarinnar. Keflvíkingar tilkynntu á dögunum að í hans stað kæmi Remy Martin og þá hafði ÍA tilkynnt að bandarískir leikmaður þeirra Dibaji Walker hefði leikið sinn síðasta leik fyrir þá.

Darryl gerði afar vel með Keflavík á þessum fyrri hluta tímabils, var með 18 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -