Keflavík hafa samið við Mirza Bulic fyrir yfirstandandi leiktíð í Bónus deild karla.
Mirza er 33 ára 207 cm slóvenskur framherji sem á síðasta tímabili lék fyrir Cantabria á Spáni, en á Spáni hefur hann leikið síðustu 10 ár fyrir nokkur félög. Fyrir það var hann á mála hjá liðum í Bosníu þar sem ferill hans fór af stað tímabilið 2010-11.
Eftir fyrstu sex umferðir Bónus deildarinnar eru Keflavík í efri hluta töflunnar, með fjóra sigra og tvö töp það sem af er tímabili.



