spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKeflvíkingar sterkari á lokasprettinum gegn Íslandsmeisturunum

Keflvíkingar sterkari á lokasprettinum gegn Íslandsmeisturunum

Keflavík lagði Íslandsmeistara Tindastóls í Blue höllinni í kvöld í 13. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með níu sigra og fjögur töp á meðan að Tindastóll er um miðja deild með sjö sigra og sex tapaða leiki.

Fyrir leik

Í síðustu umferð hafði Keflavík unnið nýliða Hamars nokkuð örugglega í Blue höllinni á meðan að Tindastóll mátti þola tap gegn hinum nýliðum deildarinnar Álftnesingum heima í Síkinu.

Gengi liðanna þó nokkuð svipað í síðustu umferðum. Þar sem Keflavík var með fjóra sigra í síðustu fimm, en Tindastóll þrjá sigra í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Gangur leiks

Mikið jafnræði var á með liðinum á upphafsmínútum leiksins. Leikurinn fór gífurlega hratt af stað, en fyrir utan í sárfáum sóknum liðanna virtist skotklukkan nánast óþörf í þessum fyrsta leikhluta. Að honum loknum eru gestirnir með eins stigs forystu, 32-33. Stólarnir ná svo ágætis tökum á leiknum í öðrum leikhlutanum, ná að opna fjórðunginn á 1-10 áhlaupi áður en Keflavík nær að ranka við sér. Keflaví nær að svara ágætlega, en ekki nóg svo að það er Tindastóll sem er skrefinu á undan þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 53-58.

Stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleiknum var Remy Martin með 22 stig á meðan að Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var kominn með 18 stig fyrir Tindastól.

Keflvíkingar ná að jafna leikinn á fyrstu andatökum seinni hálfleiks, 58-58. Leikar haldast svo nokkuð jafnir vel inn í hálfleikinn, en að þremur fjórðungum loknum eru Stólarnir þó enn þremur stigum á undan, 71-74. Heimamenn ná að opna þann fjórða á 8-0 áhlaupi og komast nokkrum stigum yfir, 77-74 þegar 8 mínútur eru eftir. Þeir ná svo enn frekar að ganga á lagið og með tveimur vítum frá Halldóri Garðari komast þeir 11 stigum yfir, 90-79, þegar rúmar 3 mínútur eru eftir. Undir lokin nær Keflavík svo að sigla merkilega þægilegum sigur í höfn, 99-86.

Atkvæðamestir

Í liði Keflavíkur var Remy Martin atkvæðamestur með 29 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Tindastól var það Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem dró vagninn með 21 stigi, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 16. janúar, en þá fær Tindastóll lið Grindavíkur í heimsókn í Síkið, en Keflavík mætir Val í Origo höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -