spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar sterkari á lokakaflanum (Umfjöllun)

Keflvíkingar sterkari á lokakaflanum (Umfjöllun)

01:17
{mosimage}

(Marolt sækir að körfu Keflavíkur) 

Í kvöld tóku Þórsarar á móti Keflvíkingum á heimavelli sínum í Síðuskóla í 14. umferð Iceland Express deildarinnar í Körfuknattleik. Fyrir leikinn sátu heimamenn í Þór í 9. sæti með 10 stig, en gestirnir frá Keflavík sátu á toppi deildarinnar með 24 stig og höfðu aðeins tapað einum leik í deildinni. Leikurinn var lengi jafn og liðin skiptust á að hafa forystuna í leiknum, en það var ekki fyrr en í miðjum 4. leikhluta að gestirnir frá Keflavík náðu að slíta sig frá heimamönnum og fóru með 16 stiga sigur af hólmi. 

Gestirnir frá Keflavík byrjuðu vel í leiknum og skoruðu fyrsta stig leiksins, en eftir það kom góður kafli hjá heimamönnum sem náðu fljótt sjö stiga forystu. Sigurður Ingimundarson tók þá leikhlé til að vekja sína menn af værum blundi. Keflvíkingar komu betur stemmdir til leiks eftir leikhlé og náðu að minnka munin niður í tvö stig og heimamenn leiddu því með tveimur stigum í lok fyrsta fjórðungs. 

Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta af krafti og með góða svæðisvörn náðu þeir fljótt sjö stiga forystu þar sem gestirnir áttu í smá erfiðleikum með að brjóta vörn Keflvíkinga á bak aftur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn 30:30, eftir það skiptust liðin á að skora sem og skiptust á að leiða leikinn. Þórsarar enduðu þó fjórðungin betur en gestirnir með því að skora síðustu fjögur stig leiksins og leiddu því í hálfleik með einu stigi. 45:44. Í fyrri hálfleik var Luka Marolt atkvæðamestur í liði heimamanna, enda skoraði hann 24 stig í fyrri hálfleik. Hins vegar voru Keflvíkingar ekki að spila sinn bolta, enda náðu heimamenn að stjórna hraðanum, og enginn leikmaður Keflavíkur var að sýna einhvern stjörnuleik. 

Þriðji leikhluti var allan tímann jafn, en þó voru gestirnir frá Keflavík alltaf skrefinu á undan. Keflvíkingar fóru aftur í svæðisvörn sem virtist valda heimamönnum erfiðleikum, en heimamenn héldu haus og náðu að skora síðustu sex stig leikhlutarins og leiddu því leikinn fyrir fjórða fjórðung með einu stigi, 61-62. Eftir jafna leik, bjuggust áhorfendur við spennandi loka fjórðung en svo varð raunin ekki. Keflvíkingar náðu fljótt í fjórðungnum sex stiga forystu, og eftir það létu þeir þá forystu aldrei af hendi. Keflvíkingar náðu að auka á forskot sitt með skynsömum sóknarleik, settu opin skot niður og gerðu fá mistök í sókninni.

Heimamenn töldu í fjórða fjórðung að dómarar leiksins væru ekki nógu sanngjarnir, og létu dómgæsluna fara í pirrunar á sér sem bitnaði á sóknarleiknum, þar sem þeir tóku kannski ekki bestu mögulegu skotin. En sigur gestanna var aldrei undir lok leiksins, og fóru því gestirnir með 16 stiga sigur af hólmi 72-88. 

Heimamenn mega þó vera ánægðir með þrjá fyrstu leikhlutana, enda spiluðu þeir góða vörn, og náðu að stjórna hraða leiksins. Það að ná að halda liði eins og Keflavík í 61 stigi eftir þrjá leikhluta er flottur árangur, en slappur fjórði fjórðungur gerði drauma heimamanna um sigur að engu. Luka Marolt átti frábæran fyrri hálfleik og skoraði 24 stig, en týndist þó í seinni hálfleik og skoraði aðeins 4 stig. Cedric Isom hefur oft spilað betur en í kvöld, en fyrri hálfleikurinn fór mest í að mata samherja sína en í þeim síðari náði hann að sína þekkta takta. Magnús Helgason átti fínan leik og setti niður nokkra þrista.

Í liði gestanna voru það Magnús Gunnarsson, Tommy Johnsson, B.A. Walker og Athony Susnjana sem drógu vagn keflvíkinga áfram með góðum leik. Hins vegar náði Jón Nordal sér ekki þar sem hann lendi í villuvandræðum. En sanngjarn sigur keflvíkinga staðreynd, og enn og aftur sýndu þeir hversu gott lið þeir eru. Hins vegar sýndu Þórsarar það enn og aftur á heimavelli að þeir geta unnið hvaða lið sem er. 

Sigurður Ingimundarson var mjög sáttur með sigurinn ,,ég er mjög sáttur þetta eru bæði mjög góð lið. Þannig að ég er mjög kátur bara mjög kátur. Ég bjóst við að leikurinn yrði jafn allan tímann og liðin yrðu að framkvæma sínar hluti betur og í seinni hálfleik myndum við hafa það. Hann átti stórleik í fyrri hálfleik hvað sem hann heitir (Luka) enda dekkuðum við hann ekki nægilega vel. Við dekkuðum hann betur í seinni hálfleik og vörnin var bara mjög góð þá.    

Við voru að reyna ýmsar varnir. Meðal annars vorum við að prufa nýja vörn sem við höfum ekki gert áður og vorum að gera nokkrar tilraunir án þess að það kæmi niður á gæði leiksins. En vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var bara mjög góð en aðallega maður á mann í lokinn. Nei, fyrsta sætið er ekki öruggt það eru 8 leikir eftir svo mikið eftir, nei ekkert öruggt”.  

Hrafn var sáttur með spilamennskuna en svekktur með úrslitin ,,Ja ég er mjög beggja blands við spiluðum fína vörn á Keflvíkinga mér fannst við vera stjórna hraðanum fyrstu þrjá leikhlutana. Þeir eru með 61 stig eftir þrjá leikhluta og við spiluðum bara ágætis vörn. Í fjórða leikhluta þá skal ég ekki segja hvort að taugarnar spiluðu inní þeir tóku náttúrulega betur á því í vörninni. Ég er ekki vanur að tala um dómara og geri það helst aldrei og báðir þessir drengir fínustu dómarar. En mér fannst við ekki fá nóg fyrir okkar snúð því að við lögðum upp með að sækja að körfunni og gerðum það sannarlega fyrstu 6-7 mínútur leikhlutans og uppskárum heilar 2 villur fyrstu 8 mínúturnar í leikhlutanum og það þó að við værum að sækja að körfunni þar sem við vorum búnir að höndla þá vel fram að þessu. En það er bara eins og það er. Ég er ekki viss um að það hafi hallað á okkur í dómgæslunni þegar litið er á leikinn í heild sinni, en á þessu tímabili veit ég ekki. En það eru auðvitað fullt af hlutum sem við verðum að líta á og við gera betur þarna í restina. Nei ég held ekki að menn hafi verið orðnir þreyttir, kannski blandað þetta er það gott lið. En þetta er það sterkt lið að ég næ ekki að rótera liðinu jafn mikið og þeir, svo kannski er einhver þreyta í gangi. En þetta er fullorðið fólk, sem er búið að æfa 6 sinnum í viku frá í sumar og þeir eiga að vera í standi.       

Já KR er næst og það er svona síðasti leikurinn í mjög strembnu prógrammi sem við erum að klára núna. Það var mjög mikilvægt að taka tvö stig í Grindarvíkurleiknum og eftir KR leikinn koma 5 úrslitaleikir á móti þeim liðum sem verða berjast í þessu með okkur. Já það er enn möguleiki á að komast inn í  8 liða úrslitJá  það er fullt af körfubolta eftir og átta liða úrslit eru enn möguleiki”." sagði Hrafn að lokum. Stig Þórs í leiknum: Luka Marolt 28, Cedric Isom 17, Magnús Helgason 15, Jón Orri Kristjánsson 7, Birkir Heimisson 2, Hrafn Jóhannesson 2 og Óðinn Ásgeirsson 1 stig.   

Eftir tapið í kvöld er Þór í 8.-10. sæti í deildinni með 10 stig ásamt Tindastóli og Stjörnunni en Keflvíkingar trjóna sem fyrr á toppi deildarinnar nú með 26 stig.  

Gangur leiksins:
(0:3)-(3:3)-(5:5)-(10:5)-(12:5)-(14:10)-(17:12)-(20:14)-(20:18)-(20:21)-(20:25)-(23:28)-(27:28)-(30:30)-(35:30)-(35:34)-(36:36)-(39:39)-(41:39)-(41:42)-(41:44)-(45:44)-(45:46)-(48:48)-(49:51)-(49:54)-(51:54)-(54:54)-(56:56)-(56:58)-(56:61)-(62:61)-(62:64)-(65:69)-(65:71)-(65:74)-(68:76)-(68:80)-(70:82)-(72:84)-(72:88)
 

Tölfræði leiksins 

Texti: Sölmundur Karl Pálsson
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson
 

www.thorsport.is

{mosimage}

(Isom gerði 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en það dugði ekki til gegn toppliði Keflavíkur)

Fréttir
- Auglýsing -