spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar smala í langferðabíl

Keflvíkingar smala í langferðabíl

Fyrsta úrslitaviðureign Snæfells og Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Af þessu tilefni hafa Keflvíkingar blásið til sætaferða með langferðabíl. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15.

 

Á Facebook-síðunni Keflavík Karfa kemur fram að lagt verði af stað kl. 15:30 og verð verði kr. 2000-3000 kr. eftir fjölda skráninga. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í umræðukerfi þráðsins.

Sjá tilkynninguna á Keflavík karfa 

Fréttir
- Auglýsing -