spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKeflvíkingar skrefi frá úrslitaeinvíginu - Lögðu KR á Meistaravöllum í spennuleik

Keflvíkingar skrefi frá úrslitaeinvíginu – Lögðu KR á Meistaravöllum í spennuleik

Keflavík lagði KR í kvöld í öðrum leik undanúrslitaeinvígis liðanna á Meistaravöllum, 82-91. Keflavík því komnir með tvo sigra í einvíginu og þurfa aðeins einn í viðbót til þess að komast í úrslitin.

Fyrir leik

Fyrsta leik einvígis liðanna vann Keflavík með 8 stigum, 89-81, á heimavelli síðastliðinn þriðjudag. Sá leikur nokkuð jafn og spennandi allt til loka og gaf hann nokkuð góð fyrirheit fyrir hvað koma skyldi í seríunni.

Gangur leiks

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Heimamenn náðu á upphafmínútunum að byggja sér upp smá forystu, mest 8 stig, en Keflavík gerir vel í að brjóta það niður hratt og örugglega. Munurinn 2 stig eftir fyrst, 24-26 fyrir gestunum. Aftur í öðrum leikhlutanum nær KR að byggja sér upp forskot, aftur 8 stig, en aftur kemur Keflavík til baka. Munurinn 3 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 49-52.

Atkvæðamestur gestanna í þessum fyrri hálfleik var Valur Orri Valsson með 17 stig á meðan að fyrir heimamenn setti Zarko Jukic 10 stig og tók 5 fráköst.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná gestirnir svo sinni mestu forystu fram að þeim punkti í leiknum, 8 stigum. Gera svo ansi vel í að vera áfram skrefinu á undan út þriðja leikhlutann, staðan 61-68 fyrir þann fjórða. Í lokaleikhlutanum vörðust gestirnir svo nokkuð góðum áhlaupum KR og unnu að lokum með 9 stigum, 82-91.

Atkvæðamestir

Dominykas Milka var atkvæðamestur í liði Keflavíkur í dag, skilaði 21 stigi og 12 fráköstum á tæpum 35 mínútum spiluðum. Fyrir heimamenn í KR var það Tyler Sabin sem dró vagninn með 32 stigum og 3 fráköstum.

Hvað svo?

Liðin mætast í þriðja leik einvígisins komandi mánudag 7. júní kl. 20:15 í Blue höllinni í Keflavík

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -