spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar síðastir inn í úrslitakeppnina eftir sigur í Þorlákshöfn

Keflvíkingar síðastir inn í úrslitakeppnina eftir sigur í Þorlákshöfn

Keflavík lagði Þór í Þorlákshöfn í kvöld í lokaumferð Bónus deildar karla, 114-119.

Með sigrinum tryggði Keflavík sig inn í úrslitakeppnina, en þeir höfnuðu í 8. sæti deildarkeppninnar og munu því mæta nýkrýndum deildarmeisturum Tindastóls í 8 liða úrslitum.

Þór hinsvegar endaði í 10. sætinu, en þeir hefðu með sigri í kvöld og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum geta tryggt sig í úrslitakeppnina með sigri.

Ty Shon Alexander fór mikinn fyrir Keflavík í kvöld, skilaði 38 stigum og 6 fráköstum á meðan Jordan Semple var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -