Keflavík hefur samið við Val Orra Valsson, Frosta Sigurðsson og Ólaf Björn Gunnlaugsson fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Valur Orri er að koma aftur til Keflavíkur frá Grindavík þar sem hann lék síðustu tvö tímabil, en samningur hans er til ársins 2027. Frosti gerði einnig tveggja ára samning, en hann er að upplagi úr Keflavík og var leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Þá er Ólafur Björn að koma til Keflavíkur frá Þór í Þorlákshöfn, þar sem hann lék á síðustu leiktíð, en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands á síðustu árum. Samningur hans er einnig til tveggja ára.



