spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar öruggir í Höllinni á Akureyri

Keflvíkingar öruggir í Höllinni á Akureyri

Keflavík lagði heimamenn í Þór Akureyri fyrr í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Dominos deildar karla, 74-94. Leikurinn sá fyrsti sem liðin léku í vetur, en Keflavík færist með sigrinum í efsta sæti deildarinnar vegna stigatölu.

Gangur leiks

Keflavíkingar byrjuðu leik kvöldsins nokkuð sterkt. Þórsarar gerðu þó vel í að missa þá ekki of langt frá sér, staðan 22-26 þegar að fyrsta leikhluta lauk.

Þórsurum gekk afar illa í sókninni í uppafi 2.leikhluta. Klúðruðu þristum og sniðskotum. Keflvíkingar gengu á lagið og komust í 22-37. Þórsarar komust hægt og bítandi inní leikinn aftur, aðallega vegna þess að Keflvíkingar voru að kasta boltanum frá sér full auðveldlega hægri, vinstri. Tíu tapaðir boltar hjá þeim í hálfleik, staðan 37-42.

Gæðamunurinn á liðunum kom í ljós snemma í síðari hálfleik. Þórsararnir voru að klikka á góðum skotum í þriðja leikhluta, á meðan allt gekk upp hjá Keflavík. Í fjórða leikhluta spiluðu gestirnir hörku flotta vörn sem heimamenn áttu fá svör við. Á endanum sigruðu Keflvíkingar með 20 stigum, 74-94.

Atkvæðamestir

Heimamenn voru í töluverðum vandræðum með Domynikas Milka en hann var með 28 stig og tók 12 fráköst þar á meðal 4 sóknarfráköst. Dean Williams bætti við 28 stigum og 14 fráköstum.

Júlíus Orri Ágústson var atkvæðamestur í liði Þórs með 28 stig og 6 stolna bolta. Dedrick Basile var með tvöfalda tvennu 25 stig og 10 stoðsendingar.

Hvað er næst?

Það er að sjálfsögðu í fullkominni upplausn hvort að leikir muni fara fram í Dominos deildinni næstu vikurnar, en sé litið til annarrar umferðar, hvenær svo sem hún mun fara fram, þá ferðast Þór til Grindavíkur og Keflvíkingar frá Þorlákshafnar Þórsara í heimsókn.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór

Fréttir
- Auglýsing -