spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflvíkingar með níu fingur á deildarmeistaratitlinum eftir sigur í Ólafssal

Keflvíkingar með níu fingur á deildarmeistaratitlinum eftir sigur í Ólafssal

Keflavík lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í 24. umferð Subway deildar kvenna.

Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 42 stig á meðan að Haukar eru í 3. sætinu með 38 stig.

Leikurinn var í miklu jafnvægi á upphafsmínútunum þar sem að Haukar leiddu með einni körfu eftir fyrsta leikhluta, 22-20. Undir lok fyrri hálfleiks nær Keflavík þó góðum tökum á leiknum og leiða með 8 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 32-40.

Í upphafi seinni hálfleiksins heldur Keflavík uppteknum hætti, setja fótinn enn frekar á bensíngjöfina og keyra forystu sína upp í 25 stig fyrir lokaleikhlutann, 42-67. Heimakonur ná aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhlutanum, en gera aldrei neina alvöru atlögu að sigrinum. Niðurstaðan að lokum 21 stigs sigur Keflavíkur, 64-85.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Morillo með 24 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Hauka var Keira Robinson atkvæðamest með 11 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt / Márus Björgvin)

Fréttir
- Auglýsing -