Keflvíkingar náðu að hefna fyrir tapið í bikarnum núna í kvöld með sigri á Tindastól 82:76 í hörkuleik í Keflavíkinni. Keflvíkingar leiddu í hálfleik með 6 stigum.
Keflvíkingar virtust á fyrstu mínútum vera nokkuð yfir spenntir því mikið af sóknar aðgerðum þeirra virtust fara út um þúfur. Einfaldar sendingar rötuðu ekki á sína staði og allt þar fram eftir götunum. Tindastólsmenn voru hinsvegar poll rólegir og nýttu sér þetta til hins fulls. Þeir leiddu með 7 stigum eftir fyrsta fjórðung, 20:17.
Í öðrum fjórðung spíttu heimamenn í lófanna og Lazar Trifonuvic sem var varla með í bikarleiknum á sunnudag var hin sprækasti og sýndi falleg tilþrif. Ásamt því virtist sóknarleikur gestanna hiksta eylítið gegn svæðisvörn heimamanna. Svo fór að Keflvíkingar fóru til hálfleiks sem fyrr segir með 6 stiga forystu.
Í seinni hálfleik hófst mikil barátta og voru gestirnir ekki lengi að jafna leikinn og svo komast yfir. Út þriðja leikhluta var staðan nánast jöfn á öllum tölum og fyrir það fjórða og síðasta var aðeins eitt stig sem skildu liðin að.
Þegar um 5 mínútur voru til leiksloka voru heimamenn komnir í stöðuna 71:66 og allt leit út fyrir að þeir ætluðu sér að reka síðasta naglann í kistu Sauðkræklinga. En það var svo sannarlega aldrei í huga Tindastólsmanna sem með gríðarlega góðri baráttu kom muninum aftur niður í 1 stig. Á lokakaflanum voru það Keflvíkingar sem voru skynsamari og lönduðu sigrinum.
Vissulega frábær frammistaða hjá Tindastólsmönnum að halda Keflvíkingum við efnið á þeirra heimavelli sem löngum hefur verið talinn einn sá erfiðari í deildinni. Keflvíkingar virðast enn eitthvað frá sínum almenna takti en sigurinn í kvöld vissulega stefna í rétta átt.
Þegar aðeins 26 sekúndur voru til leiksloka var Helga Viggóssyni vísað í bað eftir samstuð við Gunnar Einarsson. Helgi mun því eiga von á banni frá aganefnd KKÍ á næstu dögum.
Ljósmynd/ Hilmar Bragi Bárðarson – www.vf.is – Lazar Trifunovic var stigahæstur Keflvíkinga í kvöld.
Umfjöllun: [email protected]




