Keflavík lagði nýliða Ármanns í Blue höllinni í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 97-84.
Eftir leikinn er Keflavík í 3. til 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Ármann er í 9. til 10 sætinu með 2 stig.
Heimakonur í Keflavík leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda. Eftir fyrsta leikhluta var forskot þeirra 16 sti, en Ármann hafði skorið það niður í 12 stig fyrir lok fyrri hálfleiks.
Í upphafi seinni hálfleiks ná heimakonur aftur að setja fótinn á bensínið og auka við foystu sína um 10 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-53. Ármann gerir ágætlega að missa Keflavík ekki lengra frá sér í lokaleikhlutanum. Sigur Keflavíkur þó að lokum nokkuð öruggur, 13 stig, 97-84.
Stigahæstar fyrir Keflavík í leiknum voru Agnes María Svansdóttir með 20 stig og Keishana Washington með 17 stig.
Fyrir Ármann var stigahæst Khiana Johnson með 24 stig og Dzana Crnac bætti við 18 stigum.



