spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflvíkingar lokuðu árinu með sigri gegn nýliðum Ármanns

Keflvíkingar lokuðu árinu með sigri gegn nýliðum Ármanns

Keflavík lagði nýliða Ármanns í Blue höllinni í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 97-84.

Eftir leikinn er Keflavík í 3. til 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Ármann er í 9. til 10 sætinu með 2 stig.

Heimakonur í Keflavík leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda. Eftir fyrsta leikhluta var forskot þeirra 16 sti, en Ármann hafði skorið það niður í 12 stig fyrir lok fyrri hálfleiks.

Í upphafi seinni hálfleiks ná heimakonur aftur að setja fótinn á bensínið og auka við foystu sína um 10 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-53. Ármann gerir ágætlega að missa Keflavík ekki lengra frá sér í lokaleikhlutanum. Sigur Keflavíkur þó að lokum nokkuð öruggur, 13 stig, 97-84.

Stigahæstar fyrir Keflavík í leiknum voru Agnes María Svansdóttir með 20 stig og Keishana Washington með 17 stig.

Fyrir Ármann var stigahæst Khiana Johnson með 24 stig og Dzana Crnac bætti við 18 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -