spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar íhuga að kæra olnbogaskot Fannars

Keflvíkingar íhuga að kæra olnbogaskot Fannars

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Karfan.is íhuga Keflvíkingar nú að kæra olnbogaskotin sem leikmaður Stjörnunnar, Fannar Freyr Helgason, sendi í andlit Vals Orra Valssonar leikmanns Keflavíkur í oddaleik Stjörnunnar og Keflavíkur.
 
Í íþróttafréttum RÚV 6. apríl er olnbogaskotið sýnt og endursýnt þar sem birtar eru myndir úr beinni útsendingu frá Stöð 2 Sport. Þar sést glögglega hvar Fannar í tvígang rekur olnbogann í andlit Vals Orra. Atvikið má sjá hér og fréttin um oddaleikinn hefst á 14:26mín.
 
Ef Keflvíkingar kæra verður það önnur kæran sem kemur í þessari seríu liðanna en Stjarnan kærði Magnús Þór Gunnarsson leikmann Keflavíkur eftir að hann gaf Marvin Valdimarssyni olnbogaskot. Aga- og úrskurðarnefnd hafnaði kæru Garðbæinga og var Magnús ekki dæmdur í bann.
 
Mynd/ Keflvíkingar íhuga nú hvort þeir kæri olnbogaskotin sem Fannar Freyr Helgason sendi í andlit Vals Orra í oddaleik liðanna í Ásgarði.
 
Fréttir
- Auglýsing -