spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar fyrstu bikarmeistarar helgarinnar

Keflvíkingar fyrstu bikarmeistarar helgarinnar

11:54
{mosimage}

(Bikarmeistarar Keflavíkur í 9. flokki kvenna) 

Þá er fyrsta bikarúrslitaleiknum lokið á Selfossi þar sem bikarhelgi yngri flokka í körfuknattleik fer fram. Fyrsti leikur dagsins var viðureign Keflavíkur og Hrunamanna í 9. flokki kvenna. Keflvíkingar höfðu öruggan 77-29 sigur í leiknum. 

Staðan var 20-4 fyrir Keflavík að loknum fyrsta leikhluta og var sigur stelpnanna aldrei í hættu þó Hrunamenn hefðu átt ágæta spretti inn á milli. Hrunamenn hittu þó illa úr skotum sínum þrátt fyrir að vera duglegar við að skapa sér fín færi. 

Staðan í hálfleik var 36-18 fyrir Keflavík sem í þeim síðari réðu lögum og lofum og fóru loks með 77-29 stórsigur af hólmi og fögnuðu bikarmeistaratitlinum. 

Ólöf Ósk Birgisdóttir var valin besti maður leiksins í liði Hrunamanna með 12 stig og 16 fráköst en í liði Keflavíkur var Telma Lind Ásgeirsdóttir valin besti maður leiksins með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.  

Tölfræði leiksins

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -