Keflvíkingar voru atkvæðamiklir nú í dag þegar valið var fimm mann lið fystu 8 umferða. Ekki nema vona því liðið er ósigrað og hefur verið að spila glimmrandi bolta. Bobby Walker var valinn besti leikmaður umferðanna. Strákurinn er að skila tæpum 23 stigum á leik og tæpum 5 stoðsendingum á leik.
Í 5 manna liðið voru eftirfarandi leikmenn valdir
Bobby Walker, Keflavík
Óðinn Ásgeirsson, Þór
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Dimitar Karadzovski, Stjörnunni
Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík
Besti þjálfari var eðlilega Sigurður Ingimundarson og svo var Sigmundur Már Herbertsson valinn besti dómari.



