spot_img
HomeFréttirKeflvík sigraði Snæfell og leiðir 2-0 (Umfjöllun)

Keflvík sigraði Snæfell og leiðir 2-0 (Umfjöllun)

22:28

{mosimage}

Í kvöld fór fram leikur tvö í einvígi Keflavíkur og Snæfells. Keflavík hafði 1-0 forystu í einvíginu eftir naumann sigur í fyrsta leiknum í Toyotahöllinni 81-79. Þétt var setið í Fjárhúsinu í kvöld og hver dilkur vel settur. Lúðrasveit Stykkishólms lék nokkur lög og kór stuðningsmanna Keflvíkinga tók undir. Mættir voru þeir dáðadrengir Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson til að dæma þennan leik.

Bæði lið byrjuðu á sterkum vörnum og ætluðu hinu liðinu ekki marga sénsa. Snæfellsliðið lét verja frá sér skotin, tapaði boltanum klaufalega og var frekar þungt á sér í sóknunum í byrjun. Keflvíkingar gengu á lagið og fóru í alla bolta sem í boði voru og sendingar Snæfellinga fóru hreinlega í frí á kafla. Í stöðunni 9-9 misstu Snæfellingar Keflvíkinga heldur frá sér og setti Gunnar Einarsson tvo þrista. Varnarleikur Keflavíkur var sterkur og trufluðu þeir Snæfellinga æði oft í 1. fjórðung og var staðan eftir hann 14-19 fyrir Keflavík.

{mosimage}

 

Shouse setti sinn annan þrist og Walker svaraði með sínum öðrum strax í byrjun annars hluta og voru þeir að fara fyrir sínum mönnum það sem búið var af leiknum. Aðalsmerki Snæfells, vörnin, var ekki að ganga í byrjun og fengu Keflvíkingar að skjóta stórum skotum. Jón Norðdal og Anthony Susjnara voru komnir með 3 villur hvor þegar 6 mín voru eftir af öðrum hluta. Anthony fékk sína þriðju eftir að hafa stokkið inní Sigga í loftinu sem skall illa niður en stóð upp aftur.

Snæfellingarnir virtust ætla að bíta í sig meiri baráttu með körfum frá Nonna sem var sterkur og baráttumikill og setti 11 stig á stuttum kafla og minnkuðu muninn úr 9 stigum í 3 stig 34-37 þegar 3 mín voru eftir af hlutanum. Katholm setti mikilvægann þrist og Shouse einnig þegar Snæfellingar voru að saxa á og leikurinn að jafnast undir lok annars leikhluta. Keflvíkingarnir voru að slaka á vörninni undir lokin og staðan jafnari 42-44 í hálfleik eftir að Keflvíkingar höfðu haft unditökin framan og leitt leikinn með.

{mosimage}

 

Hjá Snæfelli kom Nonni sterkur af bekknum og setti 12 stig voru Justin með 9 stig, Magni og Hlynur með sín hvor 7 stig af annars ekki alveg nógu sannfærandi heild en voru að koma til baka. Keflvíkingar voru sprækari framan af og var Gunnar Einars með 11 stig og Bobby Walker 10 stig. Arnar Freyr var að spila félagana uppi og var kominn með 5 stoð. Í fráköstum var það helst að Snæfellingar voru yfir 23-13 í þeim sem fyrr en töpuðu boltanum 12 sinnum sem Kotila myndi kalla 1 eða 2 of mikið.

Seinni byrjaði og voru hjá Keflavík Jón, Sigurður og Anthony með 3 villlur en Nonni og Katholm hjá Snæfell. Justin jafnaði 44-44 strax í byrjun og var Snæfell að líta betur út. Jón fékk sína 4. villu eftir 1 og ½ mín og Susjnara fylgdi á eftir með óíþróttamannslega villu eftir að gefa Hlyn olnbogann uppúr engu og var eitthvað pirraður eftir slakt gengi. Keflavík skriðu framúr á kafla með stórum körfum frá Gunnari og Tommy, komust í 49-58.

{mosimage}

 

En menn voru að safna nokkrum villum hjá Snæfelli og fékk Justin sína 4. villu seinnipart þriðja leikhluta. Snæfellsmenn virtust bitlausir en reyndu að brýna sig saman Nonni “lefty” virtist eini vakandi maðurinn sem vildi þetta nógu mikið.  Gunnar fékk sína 4. villu þegar 2:22 voru eftir af 3. hluta og voru Keflvíkingar í eilítið meiri vandræðum á þeim pólnum.  Þegar Snæfell gerðu sig líklega að draga á setti Tommy einn stóra þristinn enn og staðan fyrir lokaátökin 64-73 fyrir Keflavík.

Jón Nordal fór útaf með sína 5. villu eftir 40 sek. leik í 4. hluta og Nonni Mæju fylgdi eftir 40 sekúndum seinna. Susnjara fór útaf með sína fimmtu en margt annað var að gerast í leiknum en að menn týndust útaf með 5 villur. Keflvíkingar voru að spila vel og héldu þessum c.a. 10 stiga mun framan af hlutanum og í stöðunni 69-80 fór svo Gunnar Einars útaf með fimm. Snæfellingum gekk erfiðlega að elta og var spurning undir loka 5 mín hvort þeir ætluðu að ná að jafna einvígið eða hvort Keflavík kæmust í 2-0. Þegar 2:40 voru eftir fór fjórði maður Keflavíkur, Sigurður útaf með fimm villur.

{mosimage}

 

Keflvíkingar skoruðu yfirleitt eftir að Snæfell skoraði, en Snæfell voru ekki að spila af krafti í vörninni en þeir ætluðu að freista þess ná til baka með stórum skotum sem klikkuðu og þegar 30 sek voru eftir var staðan 83-91 fyrir Keflavík sem lét ekki forystuna af hendi og Snæfellingar brutu í lokin og leikurinn endaði 83-98 og voru Keflvíkingar einfaldlega með stemminguna sín megin og yfirspiluðu lánlausa Snæfellinga.

Snæfellingar töpuðu boltanum 18 sinnum núna á móti 7 hjá Keflvík sem stálu boltanum 15 sinnum á móti 3 hjá Snæfelli sem tók samt 44 fráköst á móti 33 en virtust ekki geta komið sterkum Keflvíkingum úr jafnvægi sem eru komnir í 2-0 í einvíginu.

{mosimage}

 

Hjá Keflavík voru Tommy með 27 stig og var með 5/14 í þristum og 8 frák. Bobby Walker var með 23 stig, 7 stoð. Gunnar Einars var með 16 stig, Susnjara og Magnús voru með 11 stig hvor.
Hjá Snæfelli voru Justin með 23 stig og Nonni með 20 stig sem kom sterkur inn. Magni var með 14 stig, 7 frák og Hlynur 12 stig og 12 frák.

Spurningin er hvort Snæfell láti þetta gott heita eða komi til baka brjálaðir í næsta leik og sýni að þeir eigi heima í úrslitunum sem verður þeirra eini séns því Keflavík geta orðið Íslandsmeistarar. Næsti leikur á fimmtudag 24. apríl í Keflavík.

Tölfræði leiksins.

{mosimage}

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -