spot_img
HomeFréttirKeflvík ósigraðar eftir sigur á Val

Keflvík ósigraðar eftir sigur á Val

sKeflavíkurstúlkur héldu áfram sigurgöngu sinni í kvöld með 71-66 sigri á liði Vals. Þetta var þó allt annað en léttur sigur hjá heimamönnum í Keflavík. Valsstúlkur komu grimmar til leiks og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Svæðisvörn þeirra virtist vefjast í heimastúlkum og komust þær lítið áfram. Á meðan hriplak vörn Keflavíkur og nýttu Valsstúlkur sér það vel með auðveldum körfum.

Það var ekki fyrr en í 2. leikhluta að Keflavíkurstúlkur spíttu í lófanna og náðu að minnka muninn en þó vantaði töluvert uppá að vörn þeirra. Fyrri hálfleik lauk 24-31 og Keflavíkurstúlkur komnar með blóðbragð í mun.

Það var svo í seinni hálfleik að það tók heimastúlkur eina og hálfamínútu að komast yfir. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði fyrstu 6 stig hálfleiksins og í það heila settu heima stúlkur 11 stig í röð og komust loksins yfir. Leikurinn var í járnum allt til loka. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútunni að Pálína setti niður þrist og kom heimastúlkum 3 stigum yfir. Kara Sturludóttir átti svo glæsilegt blokk á besta leikmann Vals, Molly Petterman og þar með var leikurinn svo gott sem unninn. Það var svo Ingibjörg Elva sem setti niður víti í lokin og tryggði heimastúlkum sigurinn.

Hjá Keflavík var Ingibjörg Elva stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og senda 6 stoðsendingar. Pálína var næst með 18 stig og þar næst kom Kara Sturludóttir með 10 stig ásamt því að hrifsa 14 fráköst. Hjá gestunum var það nýji kani þeirra, Molly Petterman sem setti niður 25 stig en hún var sein í gang og setti flest sín stig í seinni hálfleik. Það er því ljóst að Keflavík er enn á toppnum með fullt hús stiga.

Fréttir
- Auglýsing -