spot_img
HomeFréttirKeflavíkurstúlkur stungu KR af í seinni hálfleik í TM-Höllinni

Keflavíkurstúlkur stungu KR af í seinni hálfleik í TM-Höllinni

Keflavík og KR mættust í kvöld í TM-Höllinni í 6. umferð Domino´s deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mátt glöggt sjá að kanalausar KR-stúlkur ætluðu sér meira en skottúr til Keflavíkur þetta miðvikudagskvöldið. Drifnar áfram af Sigrúnu Ámundadóttur áttu þær í fullu tré við toppliðið og þegar gengið var til klefa í leikhléi voru það Vestubæjarmeyjarnar sem leiddu með einu stigi, 33-34. 
 
Í seinni hálfleik voru Keflavíkurstúlkur fljótar að ná forystu og þó KR-stúlkur væru aldrei langt undan létu heimastúlkur forystuna aldrei af hendi. Lokuð þær loks kvöldinu með nokkuð sannfærandi 18 stiga sigri, 74-56.
 
Hjá Keflavíkurstúlkum voru íslensku stúlkurnar í aðalhlutverki en Sara Rún Hinriksdóttir var með 20 stig og 6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir var með 14 stig og 11 fráköst og þá átti Bríet Sif Hinriksdóttir fínan leik en hún skilaði 14 stigum. Þrátt fyrir að Porsche þeirra Keflvíkinga hefði aldrei farið upp úr þriðja gír endaði glæsikerran engu að síður leikinn með 10 stig, 6 fráköst og 7 stig. Hjá KR-stúlkum var Sigrún Ámundadóttir allt í öllu en hún skoraði 27 stig og 13 fráköst. Næst henni í stigaskorun var Björg Guðrún Einarsdóttir með 11 stig
 
 
Mynd úr safni/ Sara Rún Hinriksdóttir gerði 20 stig í liði Keflavíkur.

Birgir Orri Hermannsson
Fréttir
- Auglýsing -