spot_img
HomeFréttirKeflavíkurstúlkur og Grindavíkurkarlar áfram í bikar

Keflavíkurstúlkur og Grindavíkurkarlar áfram í bikar

22:08 

{mosimage}

 

 

Keflavík vann stórsigur svo ekki sé meira sagt, á Breiðabliki í 8-liða úrslitum Lýsingarbikars kvenna í kvöld.

Sigurinn var gríðarstór og aldrei í hættu þó Keflvíkingar hafi ekki leikið eins vel og þær áttu að sér í seinni hálfleik. Lokatölur leiksins voru 91-36 Keflavík í vil.

Grindavíkurkarlar komust sömuleiðis í undanúrslit í kvöld með 100-76 sigri á KR-B.

Leikurinn var jafn framan af en í öðrum leikhluta fór að skilja á milli með liðunum og Grindvíkingar sigu framúr. KR-ingar gáfust þó ekki upp fyrr en í fulla hnefana og mega vera stoltir af frammistöðu sinni.  

Frétt og mynd af www.vf.is

Nánar síðar…

Fréttir
- Auglýsing -