Við þurfum að spila af miklum krafti og vera tilbúnar þegar leikurinn byrjar, leggja okkur fram í vörninni og spila körfubolta í 40 mínútur. Þá ættum við að vera í ágætis málum.
Ég hef mjög mikla trú á liðinu og ef við erum allar saman í þessu þá kemur bikarinn heim í Keflavík, ekki spurning!
Já, það má kannski minna á að það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur stelpurnar, eins og strákana, að fá stuðningsmenn okkar til að hvetja okkur áfram til sigurs – Áfram Keflavík!!
Hvernig gengur að undirbúa sig fyrir stórleikinn?
Það gengur bara vel
Hvað þurfi þið að gera til að komast í úrslitaleikinn?
Við þurfum að koma tilbúnar í leikinn frá fyrstu mínútu og spila af meiri hörku og krafti en Snæfell. Einfaldlega vilja þetta meira en Snæfells stelpurnar!
Er Keflavík að fara að taka bikarinn í ár?
Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og hvað þá ef það er bikar í boði



