spot_img
HomeFréttirKeflavíkursigur gegn KR

Keflavíkursigur gegn KR

 Það var svo sem að engu að keppa fyrir lið Keflavíkur og KR í kvöld þar sem bæði lið höfðu fyrir leik tryggt örlög sín í deildinni.  Keflavík öruggt með þriðja sætið og KR siglir hin margfræga ligna sjó um miðja deild. Engin úrslitakeppni fyrir þær né þá síður fall úr deild.  64:52 var lokastaða leiksins Keflavík í vil. 
 Það var frekar bragðdaufur leikurinn að flestu leiti. KR stúlkur stóðu vel í þeim Keflvísku framan af og leiddu í hálfleik með 7 stigum.  Keflavík herti svo varnarleik sinn í þeim seinni og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem að KR konur náðu aðeins að koma niður heilum 7 stigum á heilum 10 mínútum. 
 
Bryndís Guðmundsdóttir var með sína venjulegu tvennu í 16 stigum og 12 fráköstum og stúlkan að spila afar vel þetta tímabilið. Sara Rún Hinriksdóttir kom henni næst með 15 stig.  Hjá KR var Ebone Henry með 23 stig á aðeins 20 mínútum en Ingvi Gunnlaugsson þjálfari KR hafði að litlu að spila og dreyfði því mínútum vel á sinn mannskap. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -