spot_img
HomeFréttirKeflavíkursigur eftir framlengingu (Uppfært)

Keflavíkursigur eftir framlengingu (Uppfært)

 Keflavík náði að knýja sigur gegn Snæfell í 18. umferð Iceland Express deildarinnar í kvöld í framlengdum leik. 93:93 var staðan eftir venjulegan leiktíma en þegar 2 sekúndur voru eftir af framlengingu setur Almar Stefánsson niður víti og tryggir Keflavík sigur 101:100. 
 Leikurinn var nánast allan tíman í járnum að undanskildum nokkrum mínútum í þriðja leikhluta þegar að Keflvíkingar náðu 11 stiga forskoti. Fyrir því stóð að mestu Magnús Þór Gunnarsson sem setti niður nokkrar fáránlegar bombur sem í raun fáir hefðu getað komið í veg fyrir.  Rétt um leið og það leit út fyrir að Keflvíkingar væru að sigla sigri í land komu Hólmarar eins og þruma úr heiðskýru og með harðfylgi jöfnuðu þeir leikinn á síðustu sekúndubrotum leiksins. Ólafur Torfason lét ekki stuðningsmenn Keflavíkur trufla sig þegar hann laumaði  niður tveimur vítum til að tryggja Snæfell í framlengingu. 
 
Í framlengingunni héld baráttan áfram og aldrei var hægt að vita hvort liðið ætlaði sér sigur. Að lokum voru heilladísirnar á bandi Keflvíkinga en þegar 2 sekúndur voru eftir var það Almar Stefán Guðbrandsson sem var mættur á vítalínuna.  Hann setti niður fyrra vítið en klikkaði á því seinna, ósagt skal látið hvort seinna hafi klikkað viljandi en ef svo þá var það kænska því Snæfell náði frákastinu en svo aldrei neinu sem hægt er að telja góðu skoti á körfu Keflavíkur. 
 
Sveiflan í leiknum var gríðarleg.  Snæfell stjórnuðu fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar virtust sterkari í þeim seinni.  Snæfell söknuðu vissulega framlags frá þeirra besta manni Jón Ólaf Jónssyni en hann átti erfitt uppdráttar í gærkvöldi og lenti snemma í villu vandræðum.  En baráttuviljin í þessu liði á eftir að fleyta þeim lengra en staða þeirra í deildinni sýnir í dag.  Keflvíkingar voru að spila illa í fyrri hálfleik en hysjuðu upp um sig brækurnar í þeim seinni. Á tímum þegar þeir gátu varla keypt körfuá útsöluverði var það Magnús Þór Gunnarsson son sem reif upp veskið og borgaði með stórum körfum langt utan af velli og kveikti þar með neistan fyrir aðra.  Charlie Parker skilaði svo sínu en aðrir eiga meira inni. Jákvæða fréttinn fyrir Keflvíkinga er að Arnar Freyr Jónsson virðist vera að komast í samt lag en hann sagðist vera í dag svona ca 90% og stefndi hraðbyri í það að komast í fullt form fyrir úrslitakeppnina. Undirritaður ætlar sér hægt í sakirnar að gagnrýna erlenda leikmenn Keflavíkur enda þurft að gleypa ofaní mig burtfarar fréttir af Charlie Parker en nýjasta viðbótin í liði Keflavíkur Kris Douse hefur ekki enn sýnt það sem í honum býr og t.a.m. var hann ekki í byrjunarliði Keflavíkur að þessu sinni og var hann 8 maður af bekknum þegar hann loksins kom inná. 
 
texti/mynd: [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -