Hamarsstúlkur voru ekki tilbúnar í sumarfríið strax og sýnu það með því að rúlla yfir Keflavík í Toyotahöllinni. 91:48 var lokastaða leiksins og oddaleikur á milli liðanna verður háður á þriðjudag í Hveragerði.
Kristi Smith hóf leikinn eins og hún endaði þann síðasta á fínum þrist fyrir heimastúlkur. En það voru gestirnir sem voru að spila töluvert betri körfuknattleik í fyrsta fjórðung. Einfaldar aðgerðir þeirra sóknarlega gegnu fullkomlega upp og varnarleikur heimastúlkna alls ekki nægilega góður og Jón Halldór þjálfari Keflavíkur lét stúlkur sínar heyra það fyrir annan fjórðung leiksins. Hamar leiddi með 19 stigum gegn aðeins 11 stigum Keflavíkur eftir fyrsta leikhluta.
Lið Hamars var upp við vegg fyrir þennan leik og börðust grimmt einnig enda langt frá því að vera tilbúnar í sumarfríið. Þær héldu áfram sömu baráttu og höfðu komið sér í 10 stiga forystu þegar um 5 mínútur voru til hálfleiks, 18:28. Þær héldu áfram að spila ágætlega en það voru hinsvegar heimastúlkur alls ekki að gera. Hver mistökin á fætur öðru leiddu til þess að gestirnir fóru í hléið með 28:40 forystu.
Áfram héldu gestirnir eftir hlé að þjarma að heimastúlkum og ekki laust við að Keflavíkur liðið virkaði hreinlega þreyttar á tímabili eftir erfiðan síðasta leik þessara liða. Hamarsliði var töluvert sprækara á öllum sviðum leiksins og staðan orðin 30:50 eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Vörn gestana var á tímabili loftþétt og hvað nokkru sinnum þurftu Keflavík að taka léleg skot á síðustu sekúndu skot klukkunar. Fanney Guðmundsdóttir setti niður 6 stig í röð fyrir gestina og staðan orðin 30:60 og útlitið orðið ansi dökkt hjá Keflavík. Þrír þristar á skömmum tíma hjá Keflavík gaf þeim smá von fyrir síðasta fjórðungin. Birna Valgarðsdóttir átti svo “3 point” play og munurinn fyrir síðasta fjórðung 21 stig, 44:65.
Keflavík skoraði fyrstu körfu hálfleiksins og svo í kjölfarið frábæran varnarleik hinumegin þegar Hamar kom ekki skoti á körfuna áður en skotklukkan rann út. Þessu náðu þær hinsvegar ekki að fylgja nægilega vel eftir því það voru en sem fyrr Hamar sem voru töluvert sprækari liðið í kvöld. Með frábærri spilamennsku voru þær komnar í 30 stiga forystu aftur, 78:48 og heimaliðið gersamlega heillum horfnar. Leikurinn endaði með sanngjörnum og sannfærandi sigri Hamars, 91:48. Varla er hægt að tína eina úr liði Hamars og útnefna mann leiksins. Allar sem komu inná lögðu í púkkið og skiluðu frábærri frammistöðu. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti og vilja þær líklega gleyma þessum leik sem allra fyrst.



