spot_img
HomeFréttirKeflavíkurhraðlestin á fullri ferð!

Keflavíkurhraðlestin á fullri ferð!

Keflavík og Fjölnir hófu sína úrslitarimmu í kvöld í Blue höllinni.

Fyrirfram eru heimakonur líklegri til að bera sigur úr býtum en enginn skildi þó vanmeta ungt lið Fjölnis. Úrslitakeppninn er líka með svolitlu bikarleikjabragði þar sem allt er undir.

Nú þarf að landa þremur sigrum og öll liðin vilja gera það í sem fæstum leikjum, eðlilega.

Fyrsti leikhluti fór hressilega af stað fyrir heimakonur. Þær stjórnuðu leiknum og voru að hitta mjög vel. Fjölniskonur aðeins ráðviltar en baráttuglaðar. Forysta Keflavíkur fór fljótt í 10 stig og útlit fyrir yfirburðasigur þangað til um 3 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá náðu Fjölniskonur mjög góðu áhlaupi og munurinn allt í einu aðeins 5 stig.  Það stóð þó stutt yfir þar sem Keflavík átti næstu fimm stig og forystan aftur 10 stig. Og þannig gengu liðin til leikhlés í stöðunni 37-27

Keflavík átti fyrstu stig seinni hálfleiksins en áfram gekk illa fyrir gestina að hitta úr opnum færum. Vörn Keflavíkur var þétt og þær voru líka alltaf fljótar til baka. Það breytti þó engu fyrir baráttugleði gestanna sem áttu marga mjög fína spretti og fjölmörg færi, en hittu ekki nógu vel.

Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 58-44.

Ef Fjölniskonum tekst að stilla betur miðið þá getur allt gerst. En heimakonur voru  bara ekki að leyfa það. Þær héldu sínu striki og forystu sem þær juku hægt og sígandi. Gríðalega sterkt lið og með mikla breidd.

Keflavík setti síðan í fluggír í lokin og sigldu öruggum sigri í land.

Fjölniskonur þurfa töluvert betri leik til að eiga möguleika en það er engan veginn útlilokað að þær geti náð betri úrslitum á sínum heimavelli

Lokatölur 86-58

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -