spot_img
HomeFréttir"Keflavík vinnur nauman sigur"

“Keflavík vinnur nauman sigur”

 

Oddaleikur Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld. Í honum mun ráðast hvort liðið það verður sem að fær það verkefni að leika gegn meisturum síðustu þriggja ára í Snæfelli til úrslita. Við fengum þjálfara verðandi nýliða deildarinnar Breiðabliks, Hildi Sigurðardóttur, til þess að rýna aðeins í viðureignina. En Hildur lék einmitt með Snæfelli þegar að þær urðu meistarar fyrir tveimur árum.

 

 

Hvernig finnst þér einvígi Skallagríms og Keflavíkur hafa spilast? 

Skemmtileg barátta tveggja góðra liða. Það kom á óvart að sumir skyldu spá að Keflavík myndi rúlla yfir Skallagrím sem hefur á að skipa sterka og reynda leikmenn. 

 

Hvað hefur komið þér mest á óvart? 

Það kemur á óvart hversu mikla orku leikmenn Skallagríms og þjálfarar hafa varið í að gagnrýna dómgæslu í staðinn fyrir að líta á eigin frammistöðu. Þær hafa þó stigið upp og lagað þessa þætti og það á eftir að skila þeim góðum leik. 

 

Hvað þarf Skallagrímur að gera til þess að eiga möguleika á að klára þetta?  

Lið Skallagríms þarf að einbeita sér að eigin leik en ekki þáttum sem það hefur litla stjórn á. Í undanförnum leikjum hefur það sýnt sig að ef einbeiting og orka fer í leikinn sjálfan skilar það liðinu góðum úrslitum. 

 

Hvað þarf Keflavík að gera til þess að eiga möguleika á að klára þetta? 

Keflavík þarf að halda áfram góðum varnarleik og fá framlag frá sem flestum. 

 

Hvernig fer leikurinn í kvöld

Keflavík vinnur nauman sigur eftir harðan leik. Liðsheildin mun skipta sköpum.

Fréttir
- Auglýsing -