13:30
{mosimage}
(María Ben Erlingsdóttir var leikmaður í útlendingalausu kvennaliði Keflavíkur árið 2004)
KR getur í kvöld orðið fyrsta kvennalið landsins síðan tímabilið 2004 til þess að verða Íslandsmeistari í úrvalsdeild kvenna án aðstoðar erlends leikmanns. Keflavík gerði það síðast þegar liðið skellti ÍS 3-0 í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þá var Casie Lowman á mála hjá ÍS.
KR-ingar fóru fyrst í gegnum Grindavík 2-1 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á þessari leiktíð en Grindvíkingar voru ekki heldur með erlendan leikmann. Í næstu umferð, undanúrslitum, mættust KR og Keflavík þar sem Keflavík hafði fengið erlenda liðsbót í TaKeshu Watson. Nú er komið að oddaleik Hauka og KR þar sem Haukar hafa á mála hjá sér tvo erlenda leikmenn í þeim Slavicu Dimovsku og Moniku Knight. Candace Futrell var síðasti erlendi leikmaðurinn til að leika með kvennaliði KR en liðið í ár hefur einvörðungu verið skipað íslenskum leikmönnum.
Erlendir leikmenn Íslandsmeistara og silfurliða Íslandsmótsins í úrvalsdeild 2004-2008:
Keflavík Íslandsmeistari 2008 – Silfurlið KR
Erlendir leikmenn Keflavík: TaKesha Watson og Susanne Biemer
Erlendir leikmenn KR: Candace Futrell
Haukar Íslandsmeistarar 2007 – Silfurlið Keflavík
Erlendir leikmenn Haukar: Ifeoma Okonkwo
Erlendir leikmenn Keflavík: TaKesha Watson
Haukar Íslandsmeistarar 2006 – Silfurlið Keflavík
Erlendir leikmenn Haukar: Megan Mahoney
Erlendir leikmenn Keflavík: LaKiste Barkus
Keflavík Íslandsmeistari 2005 – Silfurlið Grindavík
Erlendir leikmenn Keflavík: Alexandria Stewart
Erlendir leikmenn Grindavík: Rita Williams
Keflavík Íslandsmeistari 2004 – Silfurlið ÍS
Erlendir leikmenn Keflavík: Enginn
Erlendir leikmenn ÍS: Casie Lowman



