spot_img
HomeFréttirKeflavík vann fjölliðamót stúlknaflokks í Röstinni

Keflavík vann fjölliðamót stúlknaflokks í Röstinni

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá stúlknaflokki sem var það þriðja í Íslandsmótinu. Keppni A-riðils fór fram í Röstinni í Grindavík og var þar um marga skemmtilega leiki að ræða. Margir leikjanna réðust ekki fyrr en á lokamínútunum. Það var virkilega gaman að sjá hversu efnilegar stelpurnar eru orðnar nú til dags og það bendir ekki til annars en að framtíðin sé björt í kvennaboltanum hér á landi.
Keflavíkurstúlkur unnu þetta mót þar sem þær sigruðu alla sína leiki. Hin liðin sem voru á mótinu voru Grindavík, Njarðvík, Haukar og Valur. Það eru svo Haukar sem detta niður í B-riðil aftur eftir mót þar sem þær töpuðu öllum sínum leikjum.
 
Eins og áður sagði þá voru margir leikirnir mjög spennandi og sigurinn hefði getað dottið báðum megin. Svo að búast má við hörku móti þegar þessi lið koma aftur saman og það verður spennandi að sjá hvaða fjögur lið komast áfram í fjögurra liða úrslitin í apríl.
 
Vel var tekið á því um helgina en í tvígang þurfti að kalla til sjúkrabíl á meðan leik stóð. Karfan.is hefur ekki heimildir um líðan einstaklinganna en búist var við því að einn leikmaður hefði farið úr axlarlið og annar fékk þungt högg á brjóstið. Við óskum þeim skjóts bata.
 
Úrslit leikja um helgina í stúlknaflokki.
 
Grindavík-Haukar 46-32
Grindavík-Njarðvík 39-40
Grindavík-Keflavík 51-60
Grindavík-Valur 52-57
 
Njarðvík-Haukar 85-39
Njarðvík-Keflavík 44-56
Njarðvík-Valur 48-47
 
Haukar-Keflavík 38-50
Haukar-Valur 39-50

Keflavík-Valur 73-37 

 
Þá eru undanúrslitin í bikarkeppni stúlknaflokks einnig klár en þar mætast annars vegar Njarðvík og Valur og svo Grindavík og Hamar/Selfoss.
 
   
Fréttir
- Auglýsing -