spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaKeflavík vaknaði til lífs í þriðja leikhluta og kláraði Hauka

Keflavík vaknaði til lífs í þriðja leikhluta og kláraði Hauka

Keflavík tók á móti Haukum í Dominos deild karla í kvöld í Blue höllinni. Keflavík eru á toppi deildarinnar með 22 stig en Haukar á botninum með 6 stig.

Haukar mættu grimmir til leiks leiddu meira og minna fyrstu mínúturnar. Keflvíkingar hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér og þegar um 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum var staðan jöfn 15 – 15. Staðan eftir fyrsta leikhluta 21 – 22. Jafn og skemmtilegur leikhluti.

Mikið jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. Haukarnir komust 6 stigum yfir þegar lítið var eftir en smá einbeitningaskortur gerði það að verkum að heimamenn skoruðu síðustu fjögur stig leikhlutans. Staðan í hálfleik 42 – 44.

Keflvíkingar mættu af meiri ákefð inn í þriðja leikhluta, áhorfendur tóku við sér og Keflavík komst yfir. Breki Gylfa fékk dæmda á sig fjórðu villuna um miðbik leikhlutans. Keflavík bætti í og þegar tæpar 4 mínútur voru eftir voru þeir 10 stigum yfir. Haukar skoruðu ekki nema 10 stig í leikhlutanum, þar af 4 af vítalínunni. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 66 – 54.

Haukar voru ekkert á því að gefast upp og skoruðu fyrstu 4 stig fjórða leikhluta. Haukar komust næst 6 stigum frá Keflavík. Heimamenn voru sterkari síðustu mínúturnar og unnu leikinn örugglega 86 – 74.

Byrjunarlið:

Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.

Haukar: Pablo Cesar Bertone, Breki Gylfason, Jalen Patrick Jacksson, Hilmar Pétursson og Brian Edward Fitzpatrick.

Hetjan:

Pablo Cesar átti góðan leik fyrir gestina. Dominykas Milka, Deane Willams, CalvinBurks Jr. Og Hörður Axel áttu allir mjög fínan leik fyrir heimamenn og Max Montana átti fína innkomu af bekknum.

Kjarninn:

Haukar mættu vel stemmdir gegn hálf daufum Keflvíkingum. Haukar áttu engin svör þegar Keflavíkingar mættu mun betur stemmdir í þriðja leikhluta. Þeir gerðu síðan það sem þurfti til að klára leikinn með sigri.

Tölfræði

Viðtöl:

Hörður Axel Vilhjálmsson

Finnur Jónsson

Israel Martin

Fréttir
- Auglýsing -