spot_img
HomeFréttirKeflavík tvöfaldur Meistari Meistarana árið 2008 (umfjöllun)

Keflavík tvöfaldur Meistari Meistarana árið 2008 (umfjöllun)

20:50

{mosimage}

Keflvíkingar unnu tvöfalt í tvíhöfða dagsins þar sem spilað var um titilinn Meistari Meistarana árið 2008.  Keflavíkurstúlkur unnu Grindavík fyrr í dag og í seinni leiknum vann Keflavík Snæfell.  Keflvíkingar leiddu svo gott sem allan leikinn en Snæfellingar leyfðu þeim aldrei að stinga af.  Munurinn á liðunum varð því aldrei meiri en um það bil 10 stig.  Keflvíkingar spiluðu aggressíva pressuvörn allan tíman og uppskáru samvkæmt því enda áttu Snæfellingar oft mjög erfitt með að brjóta hana niður.  Keflvíkingar höfðu því á endanum 4 stiga sigur, 77-73.  Stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður Þorsteinsson með 18 stig en næstir voru Hörður Axel Vilhjálmsson með 15 stig og Sverrir Þór Sverrisson með 14 stig.  Hjá Snæfell var Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 23 stig og 9 fráköst en næstir voru Atli Rafn Hreinsson með 14 stig og Hlynur Bæringsson með 13 stig og 17 fráköst.  

Leikurinn byrjaði mun varfærnislegri en fyrri leikur dagsins og lítið var skorað fyrstu mínútur leikhlutans.  Keflavík hafði þó alltaf frumkvæðið og með pressuvörn upp allan völlinn sem skilaði sér hægt og rólega.  Eftir fjórar mínútur af leik var staðan 9-5 Keflavík í vil og sást greinilega að pressan var erfið fyrir leikmenn Snæfells.  Keflavík gaf þetta forskot aldrei eftir og bættu hægt og rólega í.  Munurinn var mestur 9 stig þegar ein mínúta var eftir af fyrsta leikhluta en Snæfellingar skoruðu seinustu fjögur stig leikhlutans og var munurinn því 5 stig þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta, 18-13.  

{mosimage}

Keflvíkingar héldu áfram að pressa í upphafi annars leikhluta og þurftu Snæfellingar að hafa óþarflega mikið fyrir því að koma boltanum yfir miðju.  Keflvíkingar sigldu því hægt og rólega fram úr og höfðu um miðjan leikhluta átta stiga forskot, 32-24.  Snæfellingar komu hins vegar til baka og minnkuðu muninn aftur niður í fjögur stig, 34-30 þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir.  Eftir það var jafnt með liðunum og fátt um fína drætti í sóknarleik liðana.  Það voru hins vegar Snæfellingar sem áttu seinasta orðið í fyrri hálfleik með flautukörfu frá Sigurði Þorvladssyni sem kom þeim yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 37-38.  

Stigahæstir í hálfleik hjá Keflavík er Sverrir Þór Sverrisson með 10 stig en næstir eru Sigurður Þorsteinsson með 9 stig og aðrir minna.  Hjá Snæfell er Sigurður Þorvaldsson með 14 stig en næstir eru Atli Rafn Hreinsson með 8 stig og Kristján Andrésson með 6 stig.  

{mosimage}

Keflvíkingar náðu forskotinu aftur í upphafi þriðja leikhluta og leiddu allan leikhlutan en Snæfell var þó aldrei langt undan.  Munurinn á liðinun varð ekki meira en fjögur stig fyrr en í seinni hluta leikhlutans þegar keflvíkingar náðu góðu áhlaupi og höfðu fyrir vikið 7 stiga forskot, 56-49.  Sagan endurtók sig hins vegar aftur og aftur því alltaf komu Snæfellingar til baka.  Keflvíkingar héldu þó forskotinu út þriðja leikhluta og höfðu náð mesta mun leiksin fram að því þegar þrijða leikhluta lauk en þá var munurinn kominn upp í 8 stig, 65-57.  

Kefvlíkingar virtust eiga einhvern aukakraft  í upphafi fjórða leikhluta sem virtist gera gæfumuninn, Snæfellingar eltu þessi 10 stig það sem eftir var leiks og áttu í bullandi vandræðum með að ná því niður.  Það var ekki fyrr en þegar um það bil fjórar mínútur lifðu af leiknum þegar Hlynur Bæringsson kom til sögunnar en hann lagði tvo þrista niður í röð og var því munurinn ekki nema 6 stig, 74-68.  Snæfellingar komust hins vegar ekki nær en svo og lokamínútan rann út í sandinn og Keflvíkingar því sigurvegarar leiksins, 77-73.

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -