spot_img
HomeFréttirKeflavík tók toppsætið fyrir jólafrí

Keflavík tók toppsætið fyrir jólafrí

23:29
{mosimage}

(Rannveig Randversdóttir sækir að körfu Hamars) 

Keflavík endurheimti í kvöld toppsætið í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik eftir öruggan 100-81 sigur á Hamri. Með sigrinum eru Keflavíkingar á toppi deildarinnar með 20 stig en KR og Grindavík eru í 2.-3. sæti með 18 stig. 

TaKesha Watson gerði 33 stig í Keflavíkurliðinu í kvöld og tók auk þess 8 fráköst fyrir Keflavík.  

Hamar hékk í Keflavík framan af leik en Keflvíkingar stungu af í síðari hálfleik í Sláturhúsinu og fóru að lokum með öruggan sigur af hólmi. LaKiste Barkus gerði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Hamars. 

Tölfræði leiksins 

www.vf.is  

Fréttir
- Auglýsing -