21:48
{mosimage}
Hörður Axel var atkvæðamestur Keflvíkinga
Keflvíkingar kíktu á Snæfellnesið eftir að hafa legið, óvænt segja margir, fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Þeir mættu án Gunnars Einarssonar og Jón Nordal sat á í borgaralegum klæðum. Snæfellingar sýndu klærnar á móti KR og eiga jafnvel von á að Slobodan Subasic kíki og spili fyrir pulsu og kók en hann sat og fylgdist með úr stúkunni. Dómarar kvöldsins voru tvíeykið ósigrandi Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson.
Leikurinn var heldur meiri hlaupa og hoppæfing sóknarlega en varnarlega ágætur. Hörður Axel skoraði fyrstu fimm fyrir Keflavík en skorið var ekki hátt í þessum leikhluta framan af. Snæfellingar voru lánlausir í skotum sínum og komust þeir ekki á blað fyrr en eftir 3mín og sendingar voru slakar. Keflavík sótti betur og komust í betri stöðu. Í lokin pressuðu þeir stíft sem gaf þeim ekki mikið en Snæfellingar leystu ágætlega úr henni. Keflavík leiddi þó eftur fyrsta hluta 11-18.
Pressan var að virka betur hjá Keflavík í byrjun annars hluta og komust þeir í 11-24. Skot og einföld sniðskot voru ekki að ganga hjá Snæfelli og eins og menn væri smeykir við að gera nokkuð sjálfir. Varnarlega voru Keflvík sterkir í 2-3 svæði en voru ekkert að stinga af í sókninni. Staðan þegar 3mín voru eftir var komin í 3 stig 24-27 þegar Siggi og Nonni fóru að hitta og 1 stig skildi liðin af þegar mínúta var til leikhlés. Snæfell voru að girða sig í vörninni og Keflvíkingar að gefa aðeins eftir því Snæfell komst yfir í lokin og staðan var 28-27 fyrir heimamenn sem voru að hressast.
Hjá Snæfelli voru Siggi með 5 stig og Nonni 5 stig og 6 fráköst. Hlynur með 9 fráköst. Hjá Keflavík voru Siggi Þorsteins með 6 stig og 8 frák og Hörður Axel með 8 stig.
Snæfellingar byrjuðu sem annað lið og fór Atli Rafn Hreinsson fyrir þeim með 8 stigum frá honum á stuttum kafla. Snæfell var komið í 44-34 þegar 4mín voru eftir af 3 hluta og mikið sprækari í sókninni og hittu eins og vindurinn. Pressan var ekki að ganga hjá Keflavík og kláruðu Snæfell sín opnu færi vel. Með þristum frá Herði Axel og Gunnari Stefáns voru Keflvíkingar að reyna að klóra í bakkann sem gekk erfiðlega og voru þeir farnir að springa á limminu og Sigurður Ingimundar átti viðræður við sína menn um lausnir. Staðan fyrir lokahlutann var 56-44 en allt opið ennþá.
Eitthvað sloknaði á Snæfelli því pressa Keflvíkinga var góð og stuðaði þá i byrjun og komust Keflvíkingar nær 57-55 og höfðu tekið orðum Sigga Ingimundar þegar Snæfell tók sér tíma til að stilla sig saman. Miklar sveiflur voru á leik Snæfells sem voru að sofna og vakna til skiptis. Hörður kom svo Keflavík yfir 60-61 og virtust þeir sprækari þegar um 4 mín voru eftir. Ekkert gekk í skotum Snæfells og var staðan þegar 17 sek lifðu 62-65 fyrir Keflavík og Snæfell að erfiða við að koma til baka eftir að hafa misst niður stemminguna. Keflavík höfðu svo lokasekúndurnar af og sigruðu 62-67.
Hjá Snæfelli var Hlynur með 13 stig og 13 fráköst, Nonni með 11 stig og 11 fráköst og Atli Rafn 15 stig. Hjá Keflavík var Hörður Axel sem hélt þeim á floti með 29 stig og Sigurður Þorsteins með 14 stig og 12 fráköst.
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: www.karfan.is



