spot_img
HomeFréttirKeflavík tekur forystuna: Sterkur sigur í Sláturhúsinu

Keflavík tekur forystuna: Sterkur sigur í Sláturhúsinu

23:46 

{mosimage}

 

(Kara lék vel fyrir Keflavík í kvöld)

 

Keflavíkurkonur hafa tekið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík eftir 99-91 sigur í Sláturhúsinu í kvöld. Keflavík leiddi allan leikinn en Grindavík var aldrei langt undan. TaKesha Watson gerði 25 stig fyrir Keflavík og Margrét Kara gerði 20 en hjá Grindavík var Hildur Sigurðardóttir með 25 stig. Liðin mætast í fjórða leiknum á föstudag í Grindavík kl. 19:15.

 

Keflavík hóf leikinn strax á pressuvörn sem skilaði nokkrum auðveldum boltum. TaKesha Watson kom grimm til leiks og skoraði hverja körfuna á fætur annarri en varnir beggja liða voru fremur slappar í fyrri hálfleik. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta fór Keflavík yfir í svæðisvörn og náðu umsvifalaust að gera Grindavík lífið leitt. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 32-23 Keflavík í vil og Hildur Sigurðardóttir sú eina með lífsmarki í Grindavíkurliðinu.

 

Lesa nánar hér

Fréttir
- Auglýsing -