spot_img
HomeFréttirKeflavík tapar gegn Dnipro

Keflavík tapar gegn Dnipro

dKeflvíkingar fóru sömu leið og nágrannar sínir í gærkvöldi þegar þeir töpuðu í kvöld fyrir Dnipro með 96 stigum gegn 97. Naumt var það og hefðu Keflvíkingar átt að klára dæmið. Í hálfleik leiddu heimamenn 54-51 og höfðu á tímabili 12 stiga forskot á gestina. En líkt og í gær þá voru gestirnir heppnari í lok leiks og fóru með sigur af hólmi. Thomas Soltau var að spila vel fyrir Keflavík og skoraði 25 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Hin nýbakaði faðir, Magnús Þór Gunnarsson kom honum næstur með 23 stig.

 

mynd:vf.is

Fréttir
- Auglýsing -