spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík stillti Íslandsmeisturum Njarðvíkur upp við vegg

Keflavík stillti Íslandsmeisturum Njarðvíkur upp við vegg

Keflavík lagði Njarðvík í Blue Höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar kvenna, 79-52.

Keflavík kemst þó aftur í forystu í einvíginu 2-1, en eftir að hafa sigrað fyrsta leikinn heima, vann Njarðvík þann síðasta í Ljónagryfjunni.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins aldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi. Keflavík tekur öll völd á vellinum í lok fyrsta fjórðungs og heldur þægilegri forystu út leikinn sem þær sigra að lokum með 27 stigum, 79-52.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen með 14 stig, 18 fráköst, 8 stoðsendingar og Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum.

Fyrir Njarðvík var Isabella Ósk Sigurðardóttir sem dró vagninn með 12 stigum og 12 fráköstum. Henni næst var Raquel De Lima Viegas Laneiro með 9 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sig í úrslitaeinvígið og getur Keflavík því slegið Njarðvík út í fjórða leik liðanna sem fram fer komandi fimmtudag 13. apríl í Ljónagryfjunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -